Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. nóvember 2014 16:10
Brynjar Ingi Erluson
Marco Reus ekki meira með á þessu ári
Marco Reus verður ekki meira með á þessu ári.
Marco Reus verður ekki meira með á þessu ári.
Mynd: Getty Images
Marco Reus, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, verður ekki meira með liðinu á þessu ári eftir að hafa meiðst á ökkla gegn Paderborn í gær.

Reus, sem er 25 ára gamall, fór af velli gegn Paderborn eftir ljóta tæklingu frá Marvin Bakalorz.

Þýski landsliðsmaðurinn missti af HM í Brasilíu í sumar vegna meiðsla á ökkla og virðist heppnin ekki fylgja honum.

Hann verður ekki meira með á þessu ári en gæti þó verið klár þegar vetrarfríið er búið í þýsku deildinni.

,,Reus reif liðbönd í hægri ökkla í gær gegn Paderborn. Hann verður frá út árið en gæti byrjað að æfa í byrjun næsta árs þegar vetrarfríið er búið," ssegir á heimasíðu félagsins.
Athugasemdir
banner