Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. apríl 2018 12:15
Elvar Geir Magnússon
Hin hliðin - Anton Ari Einarsson (Valur)
Anton Ari, Íslandsmeistarabikarinn og Sindri Björnsson.
Anton Ari, Íslandsmeistarabikarinn og Sindri Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton var magnaður í fyrra.
Anton var magnaður í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari Einarsson sýnir á sér hina hliðina í dag. Anton er 23 ára og er markvörður Íslandsmeistara Vals. Hann var besti markmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra en samkvæmt spá Fótbolta.net verður Valur aftur Íslandsmeistari í ár.

Fullt nafn: Anton Ari Einarsson.

Gælunafn sem þú þolir ekki: Eiginlega ekkert, er nokkurnvegin sama hvað ég er kallaður

Aldur: 23.

Hjúskaparstaða: Kærasta og barn.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2011.

Uppáhalds drykkur: Ætli það sé ekki bara Pepsi Max.

Uppáhalds matsölustaður: Serrano.

Hvernig bíl áttu: Hyundai i30.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: It's Always Sunny in Philadelphia.

Uppáhalds tónlistarmaður: Electric light orchestra.

Uppáhalds samskiptamiðill: Twitter.

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Hjálmar Örn.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Mars, daim og tromp.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: -16 kr. Afsláttur af lítranum í dag á öllum olis og ob stöðvum um land allt. Skráðu þig fyri rafrænum kvittunum og tilboðum á www.ob.is

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þó svo að það sé mest boring svar í heimi þá segi ég aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sindri Björns í reit.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sindri Björns í reit.

Sætasti sigurinn: Ætli það sé ekki bara leikurinn á móti Fjölni í fyrra þegar við tryggðum okkur titilinn.

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki farið upp úr 2. deild með Aftureldingu 2013.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fá Daða Bergs aftur.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Breyta leiktímum í Pepsi.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Róbert Orri.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ívar Örn Jónsson.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Pass, annars fæ ég að finna fyrir því ef kærastan sér þetta.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sindri Björns án nokkurs vafa

Uppáhalds staður á Íslandi: Mosó.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var í 2. flokki í Aftureldingu vorum við komnir upp um deild en það var einn leikur eftir og með sigri tryggðum við okkur deildarmeistaratitil. Við vorum að vinna 1-0 en á 70. mínútu var öðrum markmanni skipt í markið og ég var settur fram. Hitt liðið lá á okkur en á 89. mín slapp ég í gegn og skoraði og gulltryggði titilinn. Ég ætlaði að vera agalegur gæji og fagna með að taka hornfánann í bekkpressu en ég hljóp að hornfánanum og reif hann óvart í sundur og stóð eins og fífl haldandi á hálfum hornfána.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Geri mér hafragraut.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já nánast öllum, aðallega körfunni samt.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sennilega dönsku.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Smuk som et stjerneskud.

Vandræðalegasta augnablik: Það hefur komið fyrir að maður fái mark á sig frá miðju, það er alltaf mjög vont.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Sindra Bjönrs fyrir skemmtangildi, Ívar Örn til að hjálpa mér að berja Sindra þegar við fengjum nóg af honum. Og svo dr. Ásgeir Magg, mun koma sér vel að hafa lækni og Rajko markmannsþjálfari myndi ekki leyfa okkur að komast upp með að sleppa of mörgum æfingum þannig hann væri kominn að sækja okkur fljótlega.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er sennilega eini Pepsi-deildar leikmaðurinn sem hefur aldrei farið inn á B5.
Athugasemdir
banner
banner
banner