Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. maí 2015 13:05
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarliðin í enska: Enginn De Gea
Valdes tekur stöðu De Gea
Valdes tekur stöðu De Gea
Mynd: Getty Images
Gerrard leikur sinn síðasta Úrvalsdeildarleik í dag
Gerrard leikur sinn síðasta Úrvalsdeildarleik í dag
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í dag og beinast augu flestra að leikjum Hull og Newcastle en Hull (34 stig) verður að vinna Manchester United og stóla á að Newcastle (36 stig) vinni ekki leik sinn gegn West Ham til að halda sæti sínu í deildinni.

Þá er einnig barátta um sæti í Evrópudeildinni en baráttan um fimmta sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni stendur á milli Liverpool (62 stig), Tottenham (61) og Southampton (60).

Þá leikur Didier Drogba kveðjuleik sinn á Stamford Bridge þar sem Chelsea mun loksins taka á móti Englandsmeistaratitlinum sem liðið tryggði sér fyrir þónokkru síðan. Drogba ber fyrirliðabandið í dag.

Gylfi Sigurðsson fær frí frá lokaumferðinni en hann er ekki í leikmannahópi Swansea.

Fótbolti.net fylgist með öllu því helsta í lokaumferð enska boltans.

Smelltu HÉR til að fara í textalýsinguna

Byrjunarliðin í helstu leikjum dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Byrjunarlið Hull:Harper, Chester, Meyler, Huddlestone, Brady, McShane, Jelavic, Dawson, Elmohamady, N´Doye, Quinn.
Byrjunarlið Man Utd:Valdes, Valencia, Smalling, Jones, Rojo, Blind, Herrera, Di Maria, Mata, Young, Rooney.

Byrjunarlið Newcastle:Krul, Janmaat, Coloccini (c), Williamson, Dummett, Sissoko, Anita, Colback, Gutierrez, Rivière, Cissé.
Byrjunarlið West Ham:Adrian, Jenkinson, Burke, Reid, Cresswell, Song, Nolan (c), Kouyate, Downing, Valencia, Cole

Byrjunarlið Liverpool:Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Moreno, Lucas, Allen, Henderson, Gerrard, Lallana, Coutinho

Byrjunarlið Tottenham:Lloris (c), Dier, Fazio, Vertonghen; Bentaleb, Dembele, Mason, Chadli, Lamela; Eriksen; Kane

Byrjunarlið Southampton:K. Davis, Clyne, Fonte (c), Alderweireld, Bertrand, Wanyama, S. Davis, Djuričić, Mané, Long, Pellè.

Byrjunarlið Chelsea:Cech; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Mikel, Matic; Cuadrado, Willian, Hazard; Drogba (c).

Smelltu HÉR til að fara í textalýsinguna


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner