Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 24. maí 2015 17:00
Elvar Geir Magnússon
Dybala fer til Juventus (Staðfest)
Dybala kvaddi stuðningsmenn Palermo í dag.
Dybala kvaddi stuðningsmenn Palermo í dag.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Paulo Dybala hefur staðfest að hann muni ganga í raðir Juventus fyrir næsta tímabil. Þessi 21 árs leikmaður hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Palermo en hann fer í læknisskoðun hjá Juve á morgun.

„Juventus er það félag sem vildi mest fá mig. Þeir lögðu mikið kapp á að fá mig. Juventus er sigursælt lið og ég vonast til að verða Ítalíumeistari með liðinu," segir Dybala.

Hann vonar að Carlos Tevez verði áfram en argentínski sóknarmaðurinn hefur verið orðaður við Boca Juniors í heimalandinu. Nýjustu fregnir herma að hann taki eitt tímabil í viðbót með Juve.

„Vonandi verður hann áfram. Það myndi gera mér auðveldara að læra og þroskast sem leikmaður með hann mér við hlið," segir Dybala.
Athugasemdir
banner
banner