Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 24. maí 2018 08:15
Fótbolti.net
Hófið - Borgarar, vængir, harðfiskur og djús
Uppgjör 5. umferðar
Fjölnismenn með harðfisk á bekknum.
Fjölnismenn með harðfisk á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson og Albert Watson.
Bjarni Guðjónsson og Albert Watson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuð í stúkunni á Akureyri.
Stuð í stúkunni á Akureyri.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þrjú markalaus jafntefli, öll á náttúrulegu grasi, í 5. umferð Pepsi-deildarinnar. Það var engin flugeldasýning í þessari umferð og aðeins átta mörk skoruð. Vonandi verða markaskórnir betur bundnir á þegar næsta umferð fer fram!

Það sem Lucas lærði: Eftir hverja umferð mun Lucas Arnold, enskur aðdáandi Pepsi-deildarinnar, gefa sitt álit á því sem stóð upp úr.

„Hvernig get ég talað um annað en sigurmark Sito? Þvílík úrslit fyrir Grindavík! Kveljandi fyrir Val sem hefur ekki unnið í fjórum leikjum í röð. Tími til að hrista upp í hlutunum hjá þeim. Mét finnst út úr kortinu að fólk sé að efast um gæði Anton Ara sem er enn frábær markvörður. Jú hann hefur gert mistök í allra síðustu leikjum en ég er viss um að hann læri af þeim. Hann hefur allt til brunns að bera til að vera topp markvörður. Það er furðulegt að sjá þennan hóp Valsmanna tapa og þeir þurfa að komast aftur í þennan 'ósigrandi' gír sem þeir voru í síðasta tímabil. Allt hrós á Grindavík, ég get ekki gefið Óla Stefáni nægilega mikið hrós fyrir hans starf. Hilmar Árni verður líka að fá hrós, 7 mörk í 5 leikjum og ekkert bendir til þess að það muni hægjast á honum. 26 ára núna og spennandi hvað gerist ef hann heldur áfram á þessari braut. Getur Heimir enn endurskoðað valið sitt fyrir HM?"

Leikur umferðarinnar: Magnaður sigur Grindvíkinga á Íslandsmeisturum Vals. Mistök Antons Ara Einarsson, markvarðar Vals, komu Grindavík á bragðið og 2-1 sigur varð niðurstaðan.

EKKI lið umferðarinnar:
Það er vel við hæfi í umferð eins og þessari að hafa marga sóknarsinnaða leikmenn í EKKI liðinu! Liðinu sem enginn vill komast í.


Dómari umferðarinnar: Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi sinn fyrsta leik í Pepsi-deild karla og fékk 9 fyrir frammistöðuna í leik Stjörnunnar og Fylkis. Þess má til gamans geta að hann kom í vikunni frá Berlín þar sem hann var að keppa á Evrópuleikunum í Crossfit og lenti í 18 sæti af þeim 40 sem komust á þetta mót!

Ekki skipting umferðarinnar: Allir leikmenn á vellinum eiga það á hættu að þjálfarinn ákveði að skipta þeim af velli vilji hann gera breytingar. Það er þó einn maður á vellinum sem ræður sér sjálfur og það er dómarinn og hann fer ekki af velli nema hann óski eftir skiptingu sjálfur. Þóroddur Hjaltalín dómari leiks Fjölnis og KR óskaði eftir því við Jóhann Inga Jónsson varadómara að gera við hann skiptingu eftir um klukkutíma leik. Jóhann Ingi hitaði upp í hvelli en þegar kom að skiptingunni neitaði Þóroddur að fara af velli og kláraði leikinn.

Fiskur umferðarinnar: Allt frá því í gamla daga þegar Guðjón Þórðarson stýrði varla fótboltaliði án þess að vinna titla hefur nammipoki gengið manna í millum á varamannabekkjum liðanna þegar mark er skorað. Nútíma fótboltamenn hugsa hinsvegar meira um heilsuna en þeir í gamla daga og hjá Fjölnismönnum er búið að uppfæra nammið, því harðfiskpoki gekk á milli manna og allir sælir og glaðir!

Fimm mínútna maðurinn: Ingimundur Níels Óskarsson átti að fá síðasta korterið í leik Fjölnis og KR og menn gerðu sér vonir um að hann myndi koma með aukinn kraft í sóknarleik Grafarvogsliðsins. Það gekk þó ekki sem skildi því við fyrstu snertingu á boltann meiddist hann á hné og varð að yfirgefa völlinn að nýju áður en fimm mínútur voru liðnar.

Klúður umferðarinnar: Jafnvel klúður tímabilsins? Kennie Chopart, leikmaður KR, komst einn á móti marki en náði ekki að pota boltanum inn. Reikna með að það fari ekki betra færi forgörðum það sem eftir er af tímabilinu!

Frestun umferðarinnar: Leikur Grindavíkur og Vals átti að vera á þriðjudag en var færður aftur um sólahring. Það var ömurlegt veður í Grindavík á þriðjudeginum en bongóblíða þegar leikurinn fór fram. Hárrétt ákvörðun að fresta þessum leik um einn dag, meira af þessu.

Gæðaleysi umferðarinnar: KA - Keflavík á ömurlegum Akureyrarvelli.

Rán um hábjart kvöld: Marki var rænt af Blikum! Óvænt að fá marklínutæknina í Pepsi!

Nýliði umferðarinnar: Aron Elí Gíslason.

Matargagnrýni umferðarinnar:
„Blikarnir buðu uppá besta burger sem ég hef smakkað í sumar, Kópavogsdjúsinn arfaslakur samt!" - Egill Sigfússon, fréttaritari Fótbolta.net.

„Vængir í Grafarvogi! Nýr pallur Fjölnismanna er magnaður og vængirnir alveg upp á 8. Bæði hægt að fá sterka sósu og BBQ. Svörtu hanskarnir gefa þessu skemmtilegt yfirbragð," - Benedikt Bóas Hinriksson, Fréttablaðinu.

Twitter #Fotboltinet


Athugasemdir
banner
banner
banner