Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. maí 2018 15:41
Elvar Geir Magnússon
Vigfús Arnar stýrir Leikni gegn ÍR í kvöld
Vigfús er uppalinn Leiknismaður.
Vigfús er uppalinn Leiknismaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vigfús Arnar Jósepsson mun stýra Leikni Reykjavík í Breiðholtsslagnum gegn ÍR í Inkasso-deildinni í kvöld.

Vigfús var aðstoðarþjálfari Kristófers Sigurgeirssonar sem var látinn fara eftir slæma byrjun á tímabilinu en Leiknir hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni.

Helgi Óttarr Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Leiknis, sagði í samtali við Fótbolta.net að vonast væri til þess að þjálfaramálin myndu skýrast á næstu dögum en Vigfús yrði við stjórnvölinn í kvöld.

Honum til aðstoðar í leiknum í kvöld verður Halldór Kristinn Halldórsson, fyrrum fyrirliði Leiknis, en hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið í fyrra.

Vigfús, sem er 33 ára, lék á sínum tíma 174 leiki fyrir Leikni og skoraði í þeim 15 mörk. Hann var lykilmaður þegar Leiknir fór upp úr 2. deild árið 2005 og einnig þegar Leiknismenn tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni árið 2014 en hann lagði skóna á hilluna eftir það tímabil.

Smelltu hér til að skoða textalýsingu

Leikir kvöldsins í Inkasso-deildinni
19:15 Leiknir R.-ÍR (Leiknisvöllur)
19:15 Þróttur R.-HK (Eimskipsvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner