Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. júní 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Tíu staðreyndir um Roberto Firmino
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur keypt Roberto Firmino frá Hoffenheim á 29 milljónir punda. Firmino getur spilað allar stöður framarlega á vellinum en hér að neðan má sjá nokkrar staðreyndir um kappann.



1) Roberto Firmino Barbosa de Oliveira er fæddur í október árið 1991.

2) Firmino flutti 16 ára gamall að heiman til að leika með Figueirense í heimalandi sínu. Hann gekk svo í raðir Hoffenheim þann 1. janúar 2011.

3) Firmino hefur sloppið við meiðsli í gegnum tíðina en hann hefur spilað 33 af 34 leikjum Hoffenheim öll síðustu þrjú tímabil.

4) Firmino hefur skorað mark á Englandi en hann var á skotskónum í landsleik Brasilíu og Síle á Emirates leikvanginum í mars.

5)Samtals hefur Firmino skorað eða lagt upp 45 mörk í síðustu 66 leikjum með Hoffenheim.

6) Firmino varð fjórði markahæsti leikmaðurinn í þýsku Bundesligunni tímabilið 2013/2014 með 16 mörk.

7) Firmino er leikinn með boltann en á síðasta tímabli átti hann næst flest hlaup með bolta í Bundesligunni.

8) Firmino er lítið fyrir fjölmiðlaathygli og hann er enginn aðdáandi þess að fara í viðtöl.

9) Firmino er með mörg tattu. Hann fékk sér meðal annars tattú á þýsku áður en hann samdi við Hoffenheim.

10) Fatastíll Firmino er ansi litríkur eins og sjá má á myndinni hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner