Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 24. júlí 2016 17:38
Magnús Már Einarsson
Garðar skoraði stórkostlegt mark - Kominn með ellefu í sumar
Garðar er í stuði þessa dagana.
Garðar er í stuði þessa dagana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði eitt af mörkum tímabilsins gegn ÍBV í dag en leikur liðanna er nú í gangi á Akranesvelli.

„MAAAAAAAARK! HVAÐ VAR ÞETTA? GARÐAR MEÐ ROSALEGT MARK! Fær boltann fyrir utan teig og neglir honum í slánna og inn alveg út við stöng! Gjörsamlega óverjandi! ÞVÍLÍKT MARK HJÁ GG9," sagði Benjamín Þórðarson í textalýsingu Fótbolta.net frá Akranesi.

Garðar er nú kominn með ellefu mörk í tólf leikjum í sumar en átta af þessum mörkum hafa komið í síðustu fimm leikjum.

Guðmundur Torfason, Pétur Pétursson, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson eiga saman markametið í efstu deild en það er 19 mörk.

Garðar er kominn með 11 mörk í tólf leikjum og á Twitter síðu Fótbolta.net er nú könnun í gangi þar sem spurt er hvort Garðar muni bæta metið.


Á Twitter var einnig mikið ritað um markið hans Garðars undir myllumerkinu #fotboltinet








Athugasemdir
banner
banner