Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 24. september 2016 19:05
Mist Rúnarsdóttir
Fanndís: Maður er bara ferskur
Fanndís skoraði mikilvægt mark
Fanndís skoraði mikilvægt mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög erfið fæðing en við fengum svona helling af sénsum til að búa til dauðafæri en náðum ekki að gera það. En ég hafði á tilfinningunni að við værum alltaf að fara að skora. Að það myndi detta inn eitt,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 2-0 sigur á ÍA.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

Breiðablik hafði mikla yfirburði í leiknum en náði ekki að skora fyrir en undir lok leiksins.

„Mér fannst þetta óvandað hjá okkur á síðasta þriðjungi. Við vorum ekki að velja rétt og sendingarnar voru bara slakar inn í. En það var bara eitt lið á vellinum held ég. Þær fengu nú samt einhver tvö dauðafæri en þá er gott að hafa markmann eins og Sonný sem grípur inn í þegar þess þarf.“

Fanndís er nýkomin úr landsliðsverkefni ásamt nokkrum liðsfélögum sínum og þær sem mest á mæddi virtust þreyttar í dag. Fanndís vildi þó ekkert kvarta og sagðist vera fersk.

„Við fórum sjálfar í endurheimt daginn eftir leik á miðvikudaginn. Svo var frí á fimmtudaginn og æfing í gær þannig að maður er bara ferskur. Ég var orðin smá þreytt þarna í lokin en þetta vill maður. Maður vill spila leiki í staðinn fyrir að æfa.“

Úrslit dagsins þýða að það eru enn tvö stig sem skilja Stjörnuna og Breiðablik að fyrir lokaumferð Íslandsmótsins. Fanndís segir að Blikar einbeiti sér að því að klára sinn leik en vonist auðvitað eftir því að Stjörnunni mistakist að vinna sinn leik.

„Við þurfum bara að klára okkar og sjá hvað það gefur okkur í endann og vonast til að þær misstígi sig en það er ekki sjálfgefið.“
Athugasemdir
banner
banner
banner