Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 25. janúar 2015 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Ungverjum bannað að skrifa á Facebook síðu Notts County
Balint Bajner (t.h.) í leik með Ipswich gegn Southampton á dögunum.
Balint Bajner (t.h.) í leik með Ipswich gegn Southampton á dögunum.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnufélagið Notts County hefur gripið til þeirra aðgerða að banna hverjum einasta manni í Ungverjalandi að tjá sig á Facebook síðu sinni.

Þessi ákvörðun félagsins tengist kaupunum á ungverska framherjanum Balint Bajner, sem kom til Notts County frá Ipswich síðastliðinn þriðjudag.

Í ágúst síðastliðnum drukknaði Facebook síða Ipswich í "Enginn Bajner, ekkert partý!" ummælum eftir að leikmaðurinn var tekinn úr liðinu.

Það sama gerðist hjá Notts County þegar hann var fenginn til félagsins, og segir fjölmiðlafulltrúinn Jamie Dixon að á endanum hafi þurft að gríða til að gerða.

,,Allt sem við fengum inn fékk aragrúa af ummælum um Balint Bajner innan örfárra mínútna, og það óx bara og óx," sagði Dixon.

,,Okkur þótti þetta mjög fyndið, en svo urðum við að sjá að þetta eyðilagði fyrir öllum hinum á síðunni."

Fjölmiðla- og samskiptadeild félagsins reyndi að stýra þessu með því að banna ákveðin orð, en það gerði ekkert gagn. Nú er því búið að útiloka öll skilaboð frá Ungverjalandi, en Facebook býður upp á slíkan fítus.

Athugasemdir
banner
banner