Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. febrúar 2018 17:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristófer spilaði sinn fyrsta leik í hollensku úrvalsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Ingi Kristinsson þreytti frumraun sína í hollensku úrvalsdeildini í dag. Hann kom inn á sem varamaður í uppbótartíma er Willem II bar sigur úr býtum gegn Roda JC.

Kristófer hefur undanfarnar vikur æft með aðalliði Willem II og í dag lék hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Hann hefur áður verið í leikmannahópnum en aldrei spilað, fyrr en í dag.

Kristófer er 18 ára sóknarmiðjumaður sem kom til Willem II frá Stjörnunni 2016. Hann hefur leikið fyrir U17 og U19 landslið Íslands.

Willem er í 14. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir þennan sigur, sex stigum frá fallpakkanum.

Annars kom Albert Guðmundsson ekki við sögu þegar PSV styrkti stöðu sína á toppnum með 3-1 sigri á Feyenoord.

Albert sat allan tímann á varamannabekknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner