Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. maí 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex: Ætla að gera Hannes betri
Icelandair
Rúnar Alex á landsliðsæfingu.
Rúnar Alex á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland og íslenska landsliðinu, segist ætla að veita Hannesi Þór Halldórssyni harða samkeppni á æfingum fram að HM í Rússlandi.

Hannes er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins en Rúnar ætlar að reyna að gera hann ennþá betri.

„Ég fer aðallega með það hugarfar inn í mótið að ég ætla að gera Hannes ennþá betri. Með því að vera góður sjálfur ætla ég að láta hann æfa betur og láta hann spila betur í leikjum," sagði Rúnar Alex í KR Podcastinu sem kom út í dag.

Rúnar Alex vonast til að fá að sanna sig í komandi vináttuleikjum gegn Noregi og Gana.

„Ég vona að ég fái einhverjar mínútur og pressi þá á Hannes og Heimi. Ef þeir vilja spila mér þá er ég meira en til í það. Annars ætla ég að pressa á Hannes."

Rúnar er í stuttu fríi eftir tímabilið í Danmörku en hann hefur æfingar með íslenska landsliðinu í næstu viku. Í vetur var Rúnar Alex lykilmaður hjá Nordsjælland sem endaði í 3. sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Hann segist vera klár í að taka næstu skref á ferlinum.

„Ég er 100% klár í að fara eitthvað lengra. Ég er búinn að vera úti í fjögur og hálft ár og hef þroskast mikið. Ég ætla ekki að segja að ég sé kominn á endastöð þarna en ég er allavega klár í næsta skref. Það er markmið fótboltamanna að spila á eins háu leveli og hægt er og markmið mitt er að spila í stærra landi en Danmörku," sagði Rúnar í KR Podcastinu.

Smelltu hér til að hlusta á Rúnar í KR Podcastinu
Athugasemdir
banner
banner