Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. júní 2017 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Donnarumma ekki búinn að reka Raiola
Donnarumma er mikið í fréttum þessa daganna.
Donnarumma er mikið í fréttum þessa daganna.
Mynd: Getty Images
Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, neitar frétum þess efnis að hann hafi rekið umboðsmann sinn, Mino Raiola.

Donnarumma hefur mikið verið í blöðunum að undanförnu þar sem hann vill ekki skrifa undir nýjan samning við Milan.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en hinn 18 ára gamli Donnarumma varð m.a. fyrir barðinu á reiðum stuðningsmönnum þegar hann spilaði með U-21árs liði Ítalíu á Evrópumótinu í Póllandi. Reiðir stuðningsmenn köstuðu peningum í hann.

Umboðsmaður Donnarumma er hinn skrautlegi Mino Raiola. Um helgina bárust fréttir um það að Donnarumma væri búinn að segja skilið við Raiola, en það er ekki satt.

„#Donnarumma #Raiola í gær, í dag og á morgun," skrifaði markvörðurinn á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner
banner