Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. júlí 2014 16:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
FH-ingar og Sverrir Ingi í útvarpsþættinum á morgun
Róbert Örn Óskarsson mætir í heimsókn.
Róbert Örn Óskarsson mætir í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Stjarnan unnu flotta sigra í Evrópudeildinni í vikunni en tveir leikmenn fyrrnefnda liðsins verða gestir í útvarpsþætti Fótbolta.net á morgun. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14 á X-inu FM 97,7.

Markvörðurinn Róbert Örn Óskarsson og varnarmaðurinn Pétur Viðarsson mæta í heimsókn í gasklefann og ræða boltann.

Sérfræðingurinn Guðmundur Steinarsson verður á línunni en heil umferð verður í Pepsi-deildinni á sunnudag og spáir Gummi í spilin fyrir þá leiki.

Þá verður hringt til Noregs og spjallað við Sverri Inga Ingason, varnarmann Viking í Stafangri.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner