Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   þri 25. ágúst 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Stjarnan.is 
Söfnuðu flöskum til að gefa Stjörnumönnum prótein
Mynd: Stjarnan.is
Vefsíða Stjörnunnar, Stjarnan.is, birti mynd af bréfi sem barst til félagsins frá Tómasi White og Degi Hrafni.

Tómas og Dagur gengu á milli húsa í Garðabænum og söfnuðu flöskum til styrktar Stjörnuliðinu. Þeir fengu tæplega 8 þúsund krónur fyrir 501 flösku og eru búnir að senda peninginn til Stjörnunnar.

Peningarnir eiga að fara í orku- og próteindrykki til að bæta frammistöðu leikmanna liðsins á vellinum, en liðið er óvænt í neðri hluta deildarinnar eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og gert frábæra hluti í Evrópu.

„Kæri Jóhannes," eru fyrstu orð bréfsins og er líklega átt við Jóhannes Egilsson, framkvæmdastjóra Stjörnunnar.

„Við löbbuðum í hús í Garðabæ og spurðum um flöskur fyrir ykkur Stjörnumenn. Við söfnuðum 501 flösku og fengum við tæplega 8.000 kr.

„Við viljum að peningurinn fari í orkudrykki og próteindrykki svo að leikmennirnir verði betri inná vellinum.

„p.s. Passaðu að Victor frændi kaupi ekki bara kjöt og bernaise sósu fyrir peninginn.

„Áfram Stjarnan

„Frá Stjörnunni við aldrei víkjum!!!"

Athugasemdir
banner
banner
banner