Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. september 2016 19:18
Ívan Guðjón Baldursson
Bilic: Þurfum einn eða tvo sigra til að rífa sjálfstraustið upp
Mynd: Getty Images
West Ham átti frábært tímabil í fyrra og náði að halda sínum helstu mönnum innanborðs í sumar. Félagið tapaði sínum fjórða deildarleik í röð í dag þegar Southampton kom í heimsókn.

Slæm byrjun félagsins í haust kemur því mörgum á óvart og segir Slaven Bilic, stjóri Hamranna, vandamálið snúast aðallega um sjálfstraust.

„Við áttum skilið að tapa og hérna ríkir erfitt ástand. Æfingarnar hafa verið að ganga vel en þegar við mætum í leiki þá erum við einfaldlega ekki nógu góðir," sagði Bilic.

„Það vantar sjálfstraust í hópinn og það er engin töfralausn til. Eina sem hægt er að gera í stöðunni er að leikmenn leggi meira á sig og vinni hver fyrir annan.

„Við erum með sömu leikmenn og sama stjóra og í fyrra. Við þurfum einn eða tvo góða sigra til að rífa sjálfstraustið aftur upp."


Hamrarnir eru búnir að fá 16 mörk á sig á tímabilinu og eru í fallsæti með þrjú stig eftir sex umferðir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner