Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. nóvember 2014 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Bose-bikarinn: Halldór Orri skoraði í öruggum sigri á Fjölni
Veigar Páll Gunnarsson og Halldór Orri Björnsson fagna marki Veigars sem Halldór Orri lagði upp í kvöld.
Veigar Páll Gunnarsson og Halldór Orri Björnsson fagna marki Veigars sem Halldór Orri lagði upp í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 4 - 0 Fjölnir
1-0 Veigar Páll Gunnarsson ('45 )
2-0 Ólafur Karl Finsen ('45 )
3-0 Ólafur Karl Finsen ('60 )
4-0 Halldór Orri Björnsson ('65 )

Íslandsmeistaralið Stjörnunnar fer undirbúningstímabilið heldur vel af stað en liðið lagði Fjölni með fjórum mörkum gegn engu í kvöld er liðin mættust í Bose-bikarnum.

Halldór Orri Björnsson spilaði með Stjörnunni í kvöld en hann ætti að vera kynntur sem leikmaður félagsins á næstu dögum.

Ólafur Páll Snorrason stýrði þá liði Fjölnis en Ágúst Gylfason er erlendis. Ólafur spilaði ekki leikinn.

Veigar Páll Gunnarsson kom Stjörnunni í 1-0 undir lok fyrri hálfleiks en Halldór Orri lagði upp markið. Aðeins mínútu síðar bætti Ólafur Karl Finsen við öðru marki og staðan í hálfleik því 2-0.

Ólafur Karl bætti við þriðja markinu á 60. mínútu með skoti úr teignum áður en Halldór Orri gerði fjórða og síðasta markið fimm mínútum síðar.

Lokatölur því 4-0 og Stjarnan komin í úrslit en liðið mætir KR eða Víkingi í úrslitum.
Athugasemdir
banner