Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. febrúar 2017 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ísland í dag - Þrír leikir á dagskrá í Lengjubikarnum
Ólsarar mæta ÍR.
Ólsarar mæta ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Þrír leikir fara fram í A deild Lengjubikars karla í dag.

Dagskráin hefst í hádeginu þegar Leiknir F. og Fram mætast í Fjarðabyggðarhöllinni í riðli 4, bæði liðin eru stigalaus eftir fyrstu umferð.

Síðdegis fer svo fram annar leikur dagsins þegar ÍR og Víkingur Ó. mætast í riðli 3 í Egilshöll. Þessi lið eru einnig stigalaus eftir fyrstu umferð Lengjubikarsins.

Leiknir R. og Selfoss mætast síðan í riðli 2 í lokaleik dagsins, leikurinn fer fram í Egilshöll. Leiknir R. vann sinn leik í fyrstu umferð í riðlinum en Selfyssingar gerðu hins vegar jafntefli.

Sunnudagurinn 26. febrúar.

Lengjubikar karla - A deild Riðill 2
18:15 Leiknir R. - Selfoss (Egilshöll)

Lengjubikar karla - A deild Riðill 3
16:15 ÍR - Víkingur Ó. (Egilshöll)

Lengjubikar karla - A deild Riðill 4
12:30 Leiknir F. - Fram (Fjarðabyggðarhöllin) FRESTAÐ



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner