Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. febrúar 2017 10:52
Kristófer Kristjánsson
Mourinho hefur verið í sambandi við Neymar
Powerade
Neymar til Manchester United?
Neymar til Manchester United?
Mynd: Getty Images
Það kemur engum á óvart að Ranieri er mikið í slúðrinu þessa helgi en hann var rekinn frá Leicester um daginn, aðeins hálfu ári frá því að hann gerði liðið að Englandsmeisturum.
Það kemur engum á óvart að Ranieri er mikið í slúðrinu þessa helgi en hann var rekinn frá Leicester um daginn, aðeins hálfu ári frá því að hann gerði liðið að Englandsmeisturum.
Mynd: Getty Images
Endar Costa í Kína?
Endar Costa í Kína?
Mynd: Getty Images
Það kyngir niður snjó og slúðri á þessum ágæta sunnudegi.

Forráðamenn Chelsea hafa tilkynnt kínverska félaginu Tiajin Quanjian að Diego Costa muni kosta þá 127 milljónir punda, sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni heims. (Daily Star)

Tveir klúbbar í kínversku ofurdeildinni hafa áhuga á Rafa Benitez, stjóra Newcastle, og eru þeir tilbúnir að gera hann að best launaða þjálfara heims með 30 milljónir punda í árslaun. (Daily Mirror)

Leikmenn Leicester hafa verið spurðir um áhuga sinn á að endurheimta Nigel Pearson sem stjóra liðsins. Viðbrögðin þóttu það jákvæð að hann gæti verið ráðinn. (Sun)

Nýrekinn Claudio Ranieri hefur sagst vilja annað starf sem allra fyrst en hann varð Englandsmeistari með Leicester í fyrra. (Daily Telegraph)

Forráðamenn Leicester eru í viðræðum við Guus Hiddink, sem stjórnaði Chelsea tímabundið, og Roberto Mancini, fyrrum stjóra Manchester City. (Daily Mail)

Landsliðsfélagi Alexis Sanchez, Gary Medel, segir að sá fyrrnefndi ætti að yfirgefa Arsenal fyrir ítalska liðið Inter Milan. (Daily Mail)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er sagður hafa persónulega haft samband við Neymar í von um að freista hans til að færa sig til Englands. (Times)

Fyrrum leikmaður Englands og Manchester United, Paul Scholes, vonar að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, muni einn daginn stýra enska landsliðinu. (Sun)

Antoine Griezmann, 25 ára framherji Atletico Madrid, hefur viðurkennt fyrir vini sínum, Paul Pogba, að hann vilji spila í ensku úrvalsdeildinni og að Manchester United sé líklegasti áfangastaður hans. (Daily Star)

Njósnarar á vegum Liverpool hafa verið að fylgjast með Maxwel Cornet en hann er tvítugur framherji Lyon í Frakklandi. (Liverpool Echo)

Athugasemdir
banner
banner
banner