Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. febrúar 2017 12:00
Kristófer Kristjánsson
Yaya Toure sækir innblástur til Zlatan
Yaya Toure vill ekki hætta alveg strax
Yaya Toure vill ekki hætta alveg strax
Mynd: Getty Images
Yaya Toure, hinn 33 ára gamli miðjumaður Manchester City, segist horfa til langvarandi ferla Manchester United leikmanna þegar hann íhugar eigin framtíð.

Toure hefur tekist að vinna sig inn í lið City eftir að hafa verið úti í kuldanum framan af tímabilinu en hann hefur nú skorað sex mörk í 17 leikjum. Þrátt fyrir að vera 33 ára er hann þó hvergi hættur.

„Hérna áður fyrr, þegar þú varst 33 ára, þá varstu búinn," sagði Toure við Sky Sports.

„Núna geta leikmenn spilað mikið lengur. Horfðu bara til manna eins og Zlatan Ibrahimovic og Ryan Giggs; þeir eru fyrirmyndir."

Ryan Giggs lagði skónna á hilluna þegar hann var 40 ára gamall á meðan Zlatan Ibrahimovic er 35 ára og mun mögulega taka annað tímabil hjá Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner