Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. apríl 2015 17:24
Brynjar Ingi Erluson
Aron skoraði í sigri AZ Alkmaar
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson
Mynd: Getty Images
AZ Alkmaar lagði Twente með tveimur mörkum gegn engu í hollensku úrvalsdeildinni í dag en Aron Jóhannsson var á skotskónum fyrir AZ.

Aron skoraði mark sitt á 35. mínútu leiksins en þetta var sjötta mark hans í hollensku deildinni á þessari leiktíð.

Hann hafði ekki skorað frá því í byrjun mars og eflaust mikill léttir fyrir bandaríska landsliðsinsmanninn að komast aftur á blað.

AZ Alkmaar er nú í fjórða sæti deildarinnar með 56 stig, þremur stigum á eftir Feyenoord sem er í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner