Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. apríl 2017 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shakespeare: Okkur vantar fleiri stig
Craig Shakespeare.
Craig Shakespeare.
Mynd: Getty Images
„Við sýndum seiglu í varnarleik okkar, en við fáum engin stig á töfluna til marks um það," sagði Craig Shakespeare, þjálfari Leicester, eftir 1-0 tap gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leicester barðist allan leikinn og voru vel skipulagðir varnarlega. Fyrsta og eina markið var sjálfsmark varnarmannsins Robert Huth á 86. mínútu; gríðarleg vonbrigði fyrir Leicester.

„Við takmörkuðum færi þeirra og við töpuðum út af grimmu sjálfsmarki. Menn voru vonsviknir í búningsklefanum eftir leik."

Leicester er í 15. sæti með 37 stig; Shakespeare vill meira!

„Við erum ekki enn með nægilega mikið af stigum og verðum að setja fleiri á töfluna," sagði Shakespeare að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner