Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. apríl 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum forseti Real segir félagið vilja fá Kane í sumar
Kane er mikill markaskorari.
Kane er mikill markaskorari.
Mynd: Getty Images
Hávær orðrómur er um að Real Madrid muni kaupa sóknarmann í sumar. Harry Kane, framherji Tottenham, er á óskalista Madrídarliðsins, en þetta staðfestir Ramon Calderon, fyrrum forseti spænska stórveldisins.

Kane er samningsbundinn Tottenham til 2022 en hefur verið orðaður við Real Madrid.

Og Calderon telur að Kane sé á óskalistanum, ásamt Robert Lewandowski, sóknarmanni Bayern München.

„Markmið Real Madrid er klárlega að fá Kane," sagði Calderon við The Sun en Sky Sports greinir einnig frá.

„Ef þeir vilja fá leikmann fyrir næstu fimm, sex árin þá munu þeir reyna að kaupa Kane. En (stjórnformaður Spurs, Daniel) Levy, mun biðja um formúgu fyrir hann."

„Eftir því sem ég best veit, þá vill Tottenham ekki selja en Bayern segir líka að Lewandowski sé ekki að fara neitt. En við höfum heyrt þetta svo oft, mín reynsla segir mér það að leikmaðurinn tekur lokaákvörðunina um hvar hann spilar."

Kane hefur unnið gullskóinn á Englandi síðustu tvö árin. Mohamed Salah virðist ætla að vinna hann núna.
Athugasemdir
banner
banner