Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. apríl 2018 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Hefðum getað tryggt okkur í úrslitin
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger er ekki ánægður með úrslitin eftir 1-1 jafntefli Arsenal gegn Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Arsenal fékk aragrúa af færum í leiknum og gerði Alexandre Lacazette eina mark liðsins með skalla í síðari hálfleik.

Antoine Griezmann jafnaði gegn gangi leiksins og tryggði Atletico mikilvægt jafntefli og útivallarmark.

„Ef litið er á frammistöðuna og hvernig leikurinn spilaðist þá eru þetta verstu úrslit sem við gátum óskað okkur," sagði Wenger að leikslokum.

„Við hefðum getað tryggt okkur í úrslitaleikinn í kvöld en það gerðist ekki. Markvörðurinn þeirra var fullkominn og þeir sýndu gæðin sem þeir búa yfir með að skora úr eina færinu sínu í leiknum.

„Því miður gáfum við þeim markið, það kom alveg upp úr þurru eftir langan bolta. Nú þurfum við að líta í eigin barm, jafna okkur og mæta jákvæðir í seinni leikinn."


Atletico er ekki búið að fá mark á sig síðustu ellefu heimaleiki en Wenger gefur lítið fyrir þá tölfræði.

„Við skoðum ekki tölfræðina, við vitum vel að við getum skorað á hvaða útivelli sem er. Það sem skiptir máli er að hafa sjálfstraust á erfiðum útivelli."
Athugasemdir
banner
banner
banner