Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Bjóst einhver við því að við yrðum meistarar?
Mynd: EPA
Jurgen Klop, stjóri Liverpool sat í dag fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn West Ham. Leikurinn fer fram í hádeginu á morgun.

Liverpool missteig sig gegn Everton í vikunni og eru vonirnar um enska meistaratitilinn að deyja. Fjórir leikir eru eftir af deildinni. Liðið er þremur stigum á eftir Arsenal og tveimur á eftir Manchester City sem á leik til góða.

„Bjóst einhver við því að við yrðum meistarar í byrjun tímabils? Nei, en þetta þróaðist í þessa átt," sagði Klopp.

„Við förum núna til Aston Villa, þeir eru enn með nokkrum stigum minna en við, við þurfum stig til að klára Meistaradeildarsætið, Tottenham er þarna líka. Það er enginn ánægður hér."

„Bara til að útskýra hvernig þetta er. Við getum ekki farið til baka og sagt 'já, að ná Meistaradeildarsæti er nóg'. Það er mjög gott að ná því, en af því við vorum svo nálægt þessu þá erum við mjög, mjög vonsviknir á þessum tímapunkti. Við getum ekki breytt hvernig okkur líður,"
sagði sá þýski.

Í síðustu sex leikjum í öllum keppnum hefur Liverpool tapað fjórum leikjum (einum framlengdum leik) og unnið tvo. Á þessum kafla féll út úr Evrópudeildinni eftir einvígi gegn Atalanta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner