Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Leik Vals og Fram flýtt útaf körfuboltaleik
Flautað verður til leiks á mánudaginn klukkan 18:00.
Flautað verður til leiks á mánudaginn klukkan 18:00.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leik Vals og Fram í 4. umferð Bestu-deildar karla sem fer fram á mánudagskvöldið hefur verið flýtt.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 19:15 en hefur verið flýtt til 18:00 og verður eftir sem áður á N1 vellinum að Hlíðarenda.

Ástæðan er sú að Valur er komið í undanúrslit í úrslitakeppni körfuboltans og á leik á Hlíðarenda klukkan 20:15 sama kvöld.

Fullkomið tækifæri fyrir stuðningsmenn Vals að berja bæði liðin augum á sama kvöldi.

Eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Bestu-deildinni er Fram í 5. sæti með 6 stig en Valur í því sjöunda með 4 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 5 4 0 1 12 - 6 +6 12
2.    FH 5 4 0 1 10 - 7 +3 12
3.    Fram 5 3 1 1 6 - 3 +3 10
4.    Breiðablik 4 3 0 1 10 - 6 +4 9
5.    Stjarnan 5 3 0 2 7 - 6 +1 9
6.    KR 5 2 1 2 10 - 9 +1 7
7.    ÍA 5 2 0 3 11 - 9 +2 6
8.    Vestri 5 2 0 3 4 - 9 -5 6
9.    Valur 4 1 2 1 3 - 2 +1 5
10.    HK 5 1 1 3 4 - 9 -5 4
11.    KA 5 0 2 3 6 - 10 -4 2
12.    Fylkir 5 0 1 4 5 - 12 -7 1
Athugasemdir
banner
banner
banner