Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 07:30
Hafliði Breiðfjörð
Samherjar skullu saman - Orri fór með sjúkrabíl og verður lengi frá
Orri stóð að lokum upp en þurfti að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi.
Orri stóð að lokum upp en þurfti að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það varð mikil reikistefna í lok fyrri hálfleiks þegar Árbær og Fram mættust í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær.


Lestu um leikinn: Árbær 0 -  3 Fram

Staðan var 0 - 1 fyrir gestina í Fram á Avis-vellinum í Laugardalnum og síðustu sekúndurnar að renna út af tveggja mínútna uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Kenny Chopart og Orri Sigurjónsson varnarmenn Fram skullu þá saman í baráttu um bolta og lágu báðir óvígir eftir. Gunnar Oddur Hafliðason dómari flautaði hálfleikinn þá af en hugað var að meiddu mönnunum.

Chopart stóð fljótt upp aftur en Orri var vaknaður og afráðið var að taka enga áhættu og hann var því fluttur með sjúkrabíl á Landsspítalann.

„Orri vissi hvorki upp né niður hvar hann var. Hann var nýkominn til baka eftir að hafa verið frá í 3-4 mánuði vegna höfuðmeiðsla. Svo lendir hann í samstuði við Kenny," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn.

„Kenny slapp vel en Orri er þjáður og það er mjög erfitt fyrir hann og fjölskylduna og okkur Framara. Hann er búinn að vera lengi frá og blasir við að hann verði lengi frá því hann er pottþétt með heilahristing."
Athugasemdir
banner
banner
banner