Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fös 26. apríl 2024 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Güler með sigurmarkið í fyrsta byrjunarliðsleiknum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Real Sociedad 0 - 1 Real Madrid
0-1 Arda Guler ('29 )

Tyrkneska ungstirnið Arda Güler var í byrjunarliði Real Madrid á útivelli gegn Real Sociedad í efstu deild spænska boltans í kvöld.

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Güler í spænsku deildinni og nýtti hann tækifærið með því að skora strax á 29. mínútu, eftir lága fyrirgjöf frá Dani Carvajal og varnarmistök í liði heimamanna.

Guler gerði vel að nýta sér varnarmistökin til að skora framhjá Alex Remiro og hélt Takefusa Kubo að hann hefði jafnað leikinn þremur mínútum síðar, en eftir athugun í VAR-herberginu var ekki dæmt mark vegna brots í aðdragandanum.

Staðan var því 0-1 í leikhlé og reyndu heimamenn að sækja meira í síðari hálfleik, án árangurs.

Sterk varnarblokk Real Madrid hélt út venjulegan leiktíma og uppbótartíma til að landa sigri á erfiðum útivelli og setja níunda fingurinn á Spánarmeistaratitilinn.

Real er með fjórtán stiga forystu á toppinum þegar fimm umferðir eru eftir, en næstu lið fyrir neðan eiga leik til góða.

Carlo Ancelotti hvíldi lykilmenn á borð við Vinicius Junior, Federico Valverde og Jude Bellingham í kvöld enda er gríðarlega mikilvægur slagur gegn FC Bayern framundan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar komandi þriðjudagskvöld.

Þetta gæti reynst svekkjandi tap fyrir Sociedad sem er í harðri evrópubaráttu við Real Betis og Valencia.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 34 27 6 1 74 22 +52 87
2 Girona 34 23 5 6 73 42 +31 74
3 Barcelona 34 22 7 5 70 43 +27 73
4 Atletico Madrid 34 21 4 9 63 39 +24 67
5 Athletic 34 17 10 7 55 33 +22 61
6 Real Sociedad 34 14 12 8 48 35 +13 54
7 Betis 34 13 13 8 43 39 +4 52
8 Valencia 34 13 8 13 37 39 -2 47
9 Villarreal 34 12 9 13 56 58 -2 45
10 Getafe 34 10 13 11 41 47 -6 43
11 Sevilla 34 10 11 13 45 46 -1 41
12 Alaves 34 11 8 15 32 38 -6 41
13 Osasuna 34 11 6 17 37 51 -14 39
14 Las Palmas 34 10 7 17 30 43 -13 37
15 Vallecano 34 7 13 14 27 43 -16 34
16 Celta 34 8 10 16 40 52 -12 34
17 Mallorca 34 6 14 14 27 40 -13 32
18 Cadiz 34 4 14 16 23 49 -26 26
19 Granada CF 34 4 9 21 36 64 -28 21
20 Almeria 34 2 11 21 33 67 -34 17
Athugasemdir
banner
banner