Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. maí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Galatasaray Tyrklandsmeistari eftir ótrúlega umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Galatasaray er Tyrklandsmeistari í 20. skipti eftir 2-0 sigur gegn Besiktas í næstsíðustu umferð efstu deildarinnar.

Fenerbahce lýkur keppni í öðru sæti eftir jafntefli við Basaksehir, sem er í fjórða sæti deildarinnar.

Fjórir leikmenn Fenerbahce voru reknir af velli í jafnteflinu. Staðan var markalaus eftir mjög rólegan fyrri hálfleik en heimamenn í Basaksehir komust tveimur mörkum yfir á fyrsta korteri síðari hálfleiksins.

Diego minnkaði muninn fyrir gestina á 81. mínútu, eftir stoðsendingu frá Raul Meireles, en þremur mínútum síðar var Mehmet Topuz rekinn af velli.

Á 88. mínútu jafnaði Pierre Webo og þá lagði Fenerbahce allt í sölurnar en missti þrjá leikmenn af velli og fékk dæmda vítaspyrnu á sig í uppbótartímanum.

Mehmet Batdal tók vítaspyrnuna fyrir heimamenn á 95. mínútu og hefði fullkomnað þrennuna með marki en brenndi af. Skömmu síðar fékk Webo rautt spjald fyrir að sparka í höfuðið á andstæðingi sínum og var leikurinn flautaður af á 100. mínútu.

Fernando Muslera og Wesley Sneijder voru þá í lykilhlutverki í 2-0 sigri Galatasaray gegn Demba Ba og félögum í Besiktas sem lýkur keppni í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner