Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. maí 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eigandi Liverpool skilur ekkert í Suarez og Coutinho
Mynd: Getty Images
John Henry, eigandi Liverpool, skilur ekkert í því hvers vegna nokkur leikmaður myndi vilja yfirgefa félagið. Hann segist ekkert skilja í ákvarðanatöku Luis Suarez og Philippe Coutinho.

Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en Coutinho verður ekki með, enda var hann seldur til Barcelona í janúar þar sem hann er búinn að gera 10 mörk í 22 leikjum.

Coutinho var keyptur á tæpar 150 milljónir punda en Suarez fór fyrir 75 milljónir fyrir fjórum árum.

„Kannski er þetta því ég er amerískur, en ég á í erfiðleikum með að skilja hvers vegna einhver myndi vilja yfirgefa Liverpool. Þetta er magnað félag, með ríka sögu og hefðir, með ótrúlegan stuðning í nánast hverju einasta landi í heimi," sagði Henry við AP.

„Það er erfitt að skilja hvers vegna leikmenn vilja fara í deild þar sem samkeppnin er svo veik. Þeir spila örugglega 30 tilgangslausa leiki á hverju tímabili meðan þeir bíða eftir að spila í Meistaradeildinni.

„Þessa helgi munu þeir horfa á úrslitaleik sem þeir hefðu getað verið að spila."


Liverpool mætir Real Madrid klukkan 18:45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner