Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. maí 2018 06:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Yerry Mina hefur engan áhuga á því að fara frá Barcelona
Mynd: Getty Images
Kólumbíumaðurinn Yerry Mina sem kom til Barcelona í janúar hefur ekki náð að koma sér nóg og vel inn í hlutina hjá Katalóníuliðinu.

Fjölmiðlar á Spáni hafa greint frá því að Barcelona sé tilbúið til að lána hann en Mina segist ekkert vera að hugsa um það að fara frá Barcelona á næstunni.

Að fara frá Barcelona er eitthvað sem ég er ekki að hugsa um núna,“ sagði Mina.

„Ég vil vera hér áfram, halda áfram að bæta mig sem leikmaður og læra af liðsfélögum mínum, ég ætla að sýna hvað í mér býr. Það er ekki auðvelt að komast að hjá Barcelona því þetta er besta lið í heiminum sem er með þá kröfu á sér að það verður alltaf að vinna sem er skemmtileg áskorun.“
Athugasemdir
banner
banner
banner