Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 26. maí 2018 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Zidane: Okkur finnst við ekki vera líklegri
Mynd: Getty Images
Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum en einn af stærstu leikjum ársins fer fram í kvöld í Kænugarði þar sem Real Madrid og Liverpool mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Zinedine Zidane knattspyrnustjóri Real Madrid telur að lærisveinar hans séu ekki líklegri til sigurs en Liverpool.

„Fólk segir marga hluti en það er ekki allt rétt sem kemur fram, úrslitaleikur er úrslitaleikur það getur allt gerst í slíkri viðureign."

„Til þess að vinna verðum við að spila frábæran leik, hugsunarhátturinn inni í búningsklefanum er sá að okkur finnst við ekki vera líklegri aðilinn í viðureigninni."

Flautað verður til leiks í úrslitaleik Real Madrid og Liverpool klukkan 18:45.
Athugasemdir
banner
banner