Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. júlí 2016 19:51
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-kvenna: Harpa hetja Stjörnunnar - ÍBV vann 5-3
Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Stjörnunni sigur.
Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Stjörnunni sigur.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tveimur leikjum í Pepsi-deild kvenna er lokið.

Stjarnan mun halda toppsætinu eftir 2-1 útisigur gegn Þór/KA. Hulda Ósk Jónsdóttir kom Akureyrarstúlkum yfir strax á 10. mínútu en Ana Victoria Cate jafnaði metin eftir hálftíma leik.

Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Stjörnunni síðan sigurinn þegar stundarfjórðungur var eftir með fínum skalla. Lokatölur 1-2.

ÍBV vann magnaðan 5-3 útisigur í Suðurlandsslag gegn Selfossi. Staðan eftir fyrri hálfleikinn var 4-1 fyrir ÍBV og strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiksins skoraði Cloe Lacasse sitt annað mark. Einungis mínútu síðar minnkaði Selfoss muninn og Magdalena Anna Reimus klóraði enn frekar í bakkann í 5-3 á 52. mínútu. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og enn heldur Selfoss áfram að ströggla.

Selfoss 3 - 5 ÍBV
0-1 Díana Dögg Magnúsdóttir ('11)
1-1 Magdalena Anna Reimus ('21)
1-2 Cloe Lacasse ('25)
1-3 Leonie Pankratz ('35)
1-4 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('42)
1-5 Cloe Lacasse ('46)
2-5 Eva Lind Elíasdóttir ('47)
3-5 Magdalena Anna Reimus ('52, víti)

Þór/KA 1 - 2 Stjarnan
1-0 Hulda Ósk Jónsdóttir ('10)
1-1 Ana Victoria Cate ('29)
1-2 Harpa Þorsteinsdóttir ('74)
Athugasemdir
banner
banner