Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. september 2016 10:39
Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur 1. deildar kvenna 16:00 á morgun
Grindavík tekur á móti Haukum í úrslitaleik 1. deildar kvenna.
Grindavík tekur á móti Haukum í úrslitaleik 1. deildar kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur Grindavíkur og Hauka 1. deildar kvenna fer fram á morgun klukkan 16:00 í Grindavík en þetta varð ljóst rétt í þessu.

Grindavík og Haukar tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni á föstudagskvöldið eftir sigur á ÍR og Keflavík í undanúrslitum deildarinnar.

Þá á bara eftir að ráða úrslitum um hvaða lið vinnur deildina og ekki er hafður sá háttur á að leika á hlutlausum velli heldur er kastað upp á það í höfuðsstöðvum KSÍ hvort liðið fær heimaleik.

Þar sem Grindavík vann það hlutkesti er ljóst að leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli klukkan 16:00 en vegna birtuskilyrða er ekki hægt að leika síðar á velli sem ekki hefur flóðljós.

Þá er einnig leikið um 3. sætið og sá leikur milli Keflavíkur og ÍR fer fram í Reykjaneshöllinni klukkan 19:15 á morgun.

Þriðjudagur 27. september:
16:00 Grindavík - Haukar (Grindavíkurvöllur) - Úrslitaleikur
19:15 Keflavík - ÍR (Reykjaneshöllin) - Leikið um 3. sæti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner