Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. desember 2014 18:20
Elvar Geir Magnússon
Lampard sagður ætla að vera lengur hjá Man City
Lampard er 36 ára og hefur skorað sex mörk síðan hann kom til City í ágúst á þessu ári.
Lampard er 36 ára og hefur skorað sex mörk síðan hann kom til City í ágúst á þessu ári.
Mynd: Getty Images
Daily Mirror fullyrðir það í dag að Frank Lampard hafi samþykkt að framlengja lánsdvöl sinni hjá Manchester City.

Manuel Pellegrini, stjóri City, hefur róið öllum árum að því að njóta þjónustu Lampard lengur, sérstaklega í ljósi þess að Yaya Toure fer í Afríkukeppnina í janúar.

Lampard hefur staðið sig afar vel á tímabilinu en hann er á City á lánssamningi frá New Yourk City FC í MLS-deildinni.

Lánssamningurinn er til áramóta en útlit er fyrir að City haldi honum fram í miðjan febrúar allavega en MLS-deildin hefst ekki fyrr en í mars.

City er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Chelsea, en miklar líkur eru á einvígi milli þessara tveggja liða um enska meistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner