Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 27. apríl 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Stórleikur Vals og KR í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Íslenska fótboltasumarið hefst fyrir alvöru í kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla.

Leikið verður á Valsvelli og viðureignin sýnd beint á Stöð 2 Sport. Stjarnan tekur á móti nýliðunum frá Keflavík á sama tíma.

Allir leikir deildarinnar verða að sjálfsögðu í beinum textalýsingum hér á Fótbolta.net.

Úrslitaleikur B-deildar Lengjubikarsins er einnig á dagskrá í kvöld. Afturelding tekur þar á móti Völsungi á Varmárvelli.

Það eru fjórir leikir á dagskrá í Pepsi-deildinni á morgun þar sem Grindavík tekur á móti FH í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Breiðablik mætir ÍBV, Fjölnir tekur á móti KA og Víkingur R. fær nýliða Fylkis í heimsókn í síðasta leik fyrstu umferðar.

Völsungur mætir þá Keflavík og Hamrarnir taka á móti ÍA í undanúrslitum C-deildar kvenna í Lengjubikarnum.

Fótboltasumarið í kvennaboltanum fer þá formlega af stað á sunnudaginn þegar Þór/KA mætir ÍBV í leik um meistara meistaranna. Akureyringar unnu Íslandsmótið í fyrra en Eyjastúlkur hömpuðu bikarnum.

Föstudagur:
Pepsi-deild karla
20:00 Valur-KR (Stöð 2 Sport - Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

Lengjubikar karla - B deild - Úrslit
19:00 Afturelding-Völsungur (Varmárvöllur)

Laugardagur:
Pepsi-deild karla
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Stöð 2 Sport 3 - Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Lengjubikar kvenna - B-deild
11:30 Fylkir-Haukar (Fylkisvöllur)

Lengjubikar kvenna - C-deild úrslit
15:30 Völsungur-Keflavík (Húsavíkurvöllur)
16:00 Hamrarnir-ÍA (KA-völlur)

Sunnudagur:
Meistarakeppni KSÍ - Konur
14:00 Þór/KA-ÍBV (KA-völlur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner