Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 27. júní 2016 15:11
Jóhann Ingi Hafþórsson
Nice
Danny Mills við Fótbolta.net: Mjög niðurlægjandi ef Ísland vinnur
Icelandair
Danny Mills með stuðningsmanni
Danny Mills með stuðningsmanni
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Danny Mills, fyrrum bakvörður Leeds United og enska landsliðsins verður á leik Íslands og Englands fyrir BBC.

Við hjá Fótbolta.net spjölluðum við hann fyrir leikinn en hann hefur mikla trú á að Englandi fyrir leikinn.

„Sjálfstraustið ætti að vera í lagi hjá Englendingum. Þeir spila skipulagt 4-4-2 sem er erfitt að brjóta niður en Englendingar ættu að líta á þetta sem leik sem þeir ættu að vinna."

Hann hrósaði hins vegar Íslandi fyrir það sem þeir hafa náð að gera hingað til á mótinu.

„Þeir hafa gert gríðarlega vel, miðað við hversu fáa leikmenn þeir geta valið úr, þeir eru að gera töluvert meira en búist var við. Þeir eru skiplagðir og það er erfitt að vinna þá. Það kunna allir sitt hlutverk og gera það vel en til að vera raunsær og án þess að vera með óvirðingu þá er þetta leikur sem England má ekki tapa."

„Allir heima á Íslandi eru eflaust hæstánægðir með að þeir fóru svona langt en ef Engand fellur úr leik, verður það mjög niðurlægjandi."

Hann talar um vörnina hjá Íslandi og að hún geti orðið mjög sterk og England ætti í erfiðleikum með að brjóta hana niður.

„Ef það er eitthvað sem ég óttast er það að England hefur átt í erfiðleikum með að brjóta niður þettar varnir, þeir hafa ekki náð að skapa nógu mörg færi. Þeir urðu svolítið örvæntingafullir undir lokin á móti Slóvakíu. Við vitum hvað Ísland hefur upp á að bjóða. England hefur haft nægan tíma til að undirbúa sig fyrir það og Roy Hodgson og liðið hans verða að finna hvað þeir eiga að gera gegn þessari vörn."

Hann talar um niðurlægingu ef Ísland vinnur.

„Það yrði mjög niðurlægjandi, ég er ekki með óvirðingu, það er staðreynd. Land með um það bil 300.000 manns á meðan við erum risastórt land og með mikið fleiri leikmenn til að velja úr. Leikmenn með reynslu af landsliðum, ensku úrvalsdeildinni og reynslu í Evrópu. Leikmann fyrir leikmann, England á að vinna þennan leik."

„Þetta væri eins og England myndi detta út á móti Lúxemborg."

Hann spáir 2-0 sigri ef England nær að skora snemma.

„Ef England skorar snemma býst ég við 2-0 sigri en ég hef áhyggjur af því ef Ísland er mjög gott varnarlega, nái að halda 0-0 í hálfleik, þá mun Ísland fá meiri trú og England stressast svolítið og Ísland gæti haldið út. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum og hafa skorað í hverjum einasta leik hingað til, þeir eru ógnandi en það væru mikið stórslys ef Ísland vinnur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner