Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júní 2016 15:04
Magnús Már Einarsson
Gæsahúðar myndband um feril Hannesar
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, hefur farið á kostum fyrir EM. Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður og vinur Hannesar, hefur sett saman magnað myndband um feril Hannesar með hjálp frá góðu fólki.

„Ég, rétt eins og öll íslenska þjóðin, er að rifna úr stolti yfir gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Ég er svo heppinn að þekkja nokkra í liðinu og veit hversu mikið þeir hafa lagt á sig til að uppskera slíkan árangur. Einn af mínum góðu vinum er Hannes Þór Halldórsson sem vægast sagt hefur slegið í gegn í Frakklandi," sagði Jón við lagið á Facebook.

„Hannesi kynntist ég fyrir rúmum 14 árum í Verzlunarskólanum og hef frá þeim tíma fylgst með öllum litlu skrefunum sem hann hefur tekið í átt að þeim stað sem hann er á í dag. Ferill þessa drengs er magnaður því þrátt fyrir að vera kosinn besti markvörður Shell-mótsins árið 1994 var leið hans á toppinn ansi hlykkjótt og hefur Hannes Halldorsson þurft að sigrast á mörgum hindrunum á sinni vegferð."

Hannes klippti í vetur auglýsingu frá N1 fyrir íslenska landsliðið en þar var lag Jóns "Gefðu allt sem þú átt" í nýjum búning eftir að Salka Sól Eyfeld og Kristjan Sturla Bjarnason höfðu lagt hönd á plóg. Snorri Barón Jónsson og Allan Sigurdsson hjápuðu Jóni síðan að gera myndbandið. Hér má sjá lagið í fullri lengd í myndbandi þar sem farið er yfir feril Hannesar.


Athugasemdir
banner
banner