Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 27. júní 2016 09:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Zlatan skrifar undir hjá Man Utd á föstudag
Powerade
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu á þessum ágæta mánudegi. Poweradeslúðrið er troðfullt í dag eins og alla aðra daga. Njótið! 


Hinn sænski Zlatan Ibrahimovic mun skrifa undir hjá Manchester United á föstudag. (Daily star) 

AC Milan er nálægt því að selja hluta af félaginu til kínverskra fjárfesta sem munu leggja áherslu á að fá Romelu Lukaku til félagsins frá Everton (Gazzetta Dello Sport)

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, mun funda með forráðamönnum Lyon um kaup á framherjanum Alexandre Lazarette en þessi 25 ára leikmaður mun kosta 45 milljónir punda. (The Sun)

Englandsmeistarar Leicester City eru í viðræðum um að kaupa Robbie Brady, leikmann Norwich og írska landsliðsins (Leicester Mercury)

Serbneski varnarmaðurinn Neven Subotic, sem spilar með Borussia Dortmund, hefur staðfest að hann vilji fara frá félaginu. (Daily Express)

Chelsea mun gera sitt þriðja tilboð í Radja Nainggolan, leikmann Roma og Belgíu. (Daily Mirror)

Southampton mun ráða hinn franska Claude Puel sem þjálfara í þessari viku. ( Daily Telegrahp)

Spænski framherjinn Nolito, sem leikur með Celta Vigo, er orðaður við Barcelona og Manchester City. (Manchester eveneing news) 

Sala á Henrikh Mkhitaryan frá Dortmund til Man. Utd er nánast frágenginn eftir að forráðamenn Dortmund heimsóttu enska félagið til að semja um kaupin ( The sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner