Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 27. júlí 2014 22:05
Brynjar Ingi Erluson
Ási Arnars: Virkilega ánægður með Bjarna
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í Pepsi-deild karla, var auðvitað svekktur með tap liðsins gegn FH í kvöld.

Ingimundur Níels Óskarsson og Emil Pálsson skoruðu mörk FH-inga í kvöld en Fylkismenn höfðu átt fínan leik fram að mörkunum tveimur sem komu undir lok leiks.

,,Við erum auðvitað svekktir að tapa hérna á heimavelli og við ætluðum að reyna vinna þennan leik að sjálfsögðu. Við lögðum mikið í leikinn og börðumst vel, lengi af var stutt í tækifærin og við vildum ná að setja eitt og halda markinu hreinu," sagði Ásmundur.

,,Hann gerði það aðeins og það fækkaði möguleikum eftir því sem leið á en við lögðum mikið í hann og pressuðum þá svolítið í þetta. Þetta voru ágætis skiptingar hjá þeim, þrátt fyrir að mikið vantaði þá voru gæðin ágæt."

Kristján Hauksson er byrjaður að æfa með Fylkismönnum en hann vonast til að hann verði kominn á gott ról bráðlega.

,,Hann er byrjaður að æfa sem er mjög gott. Við erum búnir að heyra í honum reglulega og nú er hann mættur og reynir að komast í stand. Við erum að fá Agnar Braga meira og meira og Finn Ólafs."

Bjarni Þórður Halldórsson kom aftur í markið í kvöld og átti góðan leik en Ási var ánægður með hann.

,,Bjarni stóð sig mjög vel og ég var virkilega ánægður með hann," sagði Ási að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner