Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   sun 27. júlí 2014 22:05
Brynjar Ingi Erluson
Ási Arnars: Virkilega ánægður með Bjarna
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í Pepsi-deild karla, var auðvitað svekktur með tap liðsins gegn FH í kvöld.

Ingimundur Níels Óskarsson og Emil Pálsson skoruðu mörk FH-inga í kvöld en Fylkismenn höfðu átt fínan leik fram að mörkunum tveimur sem komu undir lok leiks.

,,Við erum auðvitað svekktir að tapa hérna á heimavelli og við ætluðum að reyna vinna þennan leik að sjálfsögðu. Við lögðum mikið í leikinn og börðumst vel, lengi af var stutt í tækifærin og við vildum ná að setja eitt og halda markinu hreinu," sagði Ásmundur.

,,Hann gerði það aðeins og það fækkaði möguleikum eftir því sem leið á en við lögðum mikið í hann og pressuðum þá svolítið í þetta. Þetta voru ágætis skiptingar hjá þeim, þrátt fyrir að mikið vantaði þá voru gæðin ágæt."

Kristján Hauksson er byrjaður að æfa með Fylkismönnum en hann vonast til að hann verði kominn á gott ról bráðlega.

,,Hann er byrjaður að æfa sem er mjög gott. Við erum búnir að heyra í honum reglulega og nú er hann mættur og reynir að komast í stand. Við erum að fá Agnar Braga meira og meira og Finn Ólafs."

Bjarni Þórður Halldórsson kom aftur í markið í kvöld og átti góðan leik en Ási var ánægður með hann.

,,Bjarni stóð sig mjög vel og ég var virkilega ánægður með hann," sagði Ási að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner