Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 27. júlí 2014 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Fylkir búið að kaupa Albert Brynjar frá FH (Staðfest)
Albert Brynjar Ingason við undirskriftina í kvöld
Albert Brynjar Ingason við undirskriftina í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir í Pepsi-deild karla hefur fest kaup á Alberti Brynjari Ingasyni frá FH en hann skrifaði undir samning við liðið í kvöld.

Albert Brynjar, sem er uppalinn hjá Fylki, var lánaður frá FH í síðustu viku út tímabilið en Fylkir ákvað að ganga frá kaupum á honum í kvöld.

Hann fór frá Fylkismönnum eftir sumarið 2011 en hann lék 40 leiki og skoraði níu mörk fyrir FH á tíma sínum þar.

Þetta er því gríðarlega mikill styrkur fyrir Fylkismenn en svo gæti farið að Kristján Hauksson taki upp skóna að nýju en hann hefur verið að æfa með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner