Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. júlí 2017 21:20
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Inkasso: Markajafntefli í toppslagnum
Ragnar Bragi skoraði tvö í endurkomuleik sínum hjá Fylki
Ragnar Bragi skoraði tvö í endurkomuleik sínum hjá Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tveir leikir fóru fram í Inkasso-deildinni í kvöld.

Grótta mætti Selfossi á Seltjarnarnesinu og þurftu heimamenn að leika einum manni færri í rúman klukkutíma eftir að Andri Þór Magnússon var rekinn útaf á 30. mínútu leiksins.

Selfyssingar náði að nýta sér liðsmuninn því Elvar Ingi Vignisson skoraði á 41. mínútu og Selfoss leiddi í hálfleik, 1-0.

Elvar var svo aftur á ferðinni á 63. mínútu og innsiglaði 2-0 sigur Selfoss á Gróttu. Með sigrinum komst Selfoss upp í 5. sæti deildarinnar en Grótta er í næst neðsta sæti.

Keflavík og Fylkir mættust í sannkölluðum toppslag. Liðin sitja í efstu tveimur sætum deildarinnar.

Það byrjaði vel fyrir Keflavík því Marko Nikolic kom þeim yfir á 23. mínútu leiksins.

Ragnar Bragi Sveinsson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Fylki á þessu tímbili en hann snéri aftur til uppeldisfélags síns á dögunum. Hann jafnaði leikinn á 39. mínútu og var staðan 1-1 í hálfleik.

Keflavík komst aftur yfir á 64. mínútu leiksins en markið skoraði Lasse Rise. Fylkismenn voru hins vegar ekki lengi að jafna aftur en það gerði Albert Brynjar Ingason á 71. mínútu.

Í þriðja sinn í leiknum komust Keflavík yfir og var það aftur Lasse Rise sem var á ferðinni en undir lok leiksins jöfnuðu Fylkismenn leikinn í þriðja sinn en þar var Ragnar Bragi aftur á ferðinni. Lokatölur 3-3 í miklum markaleik.

Fylkir heldur því sínu tveggja stiga forskoti á Keflavík.

Keflavík 3 - 3 Fylkir
1-0 Marko Nikolic ('23 )
1-1 Ragnar Bragi Sveinsson ('39 )
2-1 Lasse Rise ('64 )
2-2 Albert Brynjar Ingason ('71 )
3-2 Lasse Rise ('74 )
3-3 Ragnar Bragi Sveinsson ('88 )

Grótta 0 - 2 Selfoss
0-1 Elvar Ingi Vignisson ('41 )
0-2 Elvar Ingi Vignisson ('63 )
Rautt spjald:Andri Þór Magnússon , Grótta ('30)
Athugasemdir
banner
banner
banner