Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. ágúst 2016 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Zidane: Gæti reynst vandamál ef James spilar lítið
Framtíðin er í lausu lofti hjá James Rodriguez
Framtíðin er í lausu lofti hjá James Rodriguez
Mynd: Getty Images
Það er mikil óvissa í kringum miðjumanninn James Rodriguez hjá Real Madrid. Hann hefur verið orðaður burt í sumar, en hann er ekki fastamaður hjá spænska stórliðinu.

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur talað um það að James sé ánæður hjá Real Madrid, en á blaðamannafundi í gær sagði hann frá því að það gæti orðið vandamál ef hann fær ekki að spila mikið.

„James er leikmaður Real Madrid og hann er með samning hjá okkur, en það er satt að hann hefur spilað minna en aðrir og það gæti reynst vandamál," sagði Zidane á blaðamannafundi.

„Ég vil alltaf að leikmönnunum mínum finnist þeir mikilvægir og James er ekkert öðruvísi þegar kemur að því."

„Það getur allt gerst þangað til félagsskiptaglugginn lokar,"
sagði Zidane að lokum.
Athugasemdir
banner
banner