Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. september 2016 09:13
Magnús Már Einarsson
Hvað verður um Sam Allardyce?
Í basli.
Í basli.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce gæti misst starf sitt sem landsliðsþjálfari Englands eftir grein sem The Telegraph birti í gærkvöldi.

Rannsóknarblaðamenn frá The Daily Telegraph sátu fundi með Allardyce á dögunum þar sem þeir þóttust vera erlendir viðskiptamenn. Allardyce sagði marga mjög óheppilega hluti sem eru líklegir til að koma honum úr starfi sem landsliðsþjálfari en blaðamennirnir tóku allt samtalið upp.

Allardcye sagði meðal annars frá því hvernig hægt sé að komast framhjá reglu sem enska sambandið setti árið 2008 um að enginn þriðji aðili megi eiga hlut í leikmönnum.

Á fundinum sagði Allardyce að Prins Harry sé „mjög óþekkur strakur" og þá sagði hann að enska knattspyrnusambandið snúist einungis um að safna pening.

Allardyce lét einnig Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfara Englendinga, heyra það. Allardyce segir að Hodgson hafi ekki hæfileika til að tala fyrir framan aðra.

„Hann sendir alla í svefn. Roy. Woy. Hann hefur ekki persónuleikann í þetta," sagði Allardyce sem talaði einnig um að Hodgson hefði átt að láta aðstoðarþjálfarann Gary Neville heyra það í tapinu gegn Íslandi á EM í sumar. Allardyce segir að Neville hafi haft slæm áhrif á hliðarlínunni.

„Segðu Gary að setjast niður og þegja svo þú getir gert það sem þú vilt," sagði Allardyce um Hodgson.

Enska knattspyrnusambandið hóf strax í gærkvöldi rannsókn á málinu. Sambandið hefur óskað eftir hjálp frá The Daily Telegraph til að fá frekari upplýsingar.

„Við höfum óskað eftir að The Daily Telegraph láti okkur fá allar staðreyndir tengda þessu máli," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins.

Allardyce tók við enska landsliðinu af Hodgson eftir EM í sumar og hefur einungis stýrt einum leik, sigri gegn Slóvakíu fyrr í mánuðinum. Talsverðar líkur eru taldar á því að hann verði rekinn úr starfi í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner