Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. mars 2017 22:00
Hafliði Breiðfjörð
Dublin, Írlandi
Heimir Hallgríms: Fáránlegt að Birkir Már sé að spila í Svíþjóð
Icelandair
Heimir á hliðarlínunni í kvöld.
Heimir á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður með vinnusemi og skipulag og mjög ánægður með varnarleikinn," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands við Fótbolta.net eftir 0-1 sigur á Írlandi í Dublin í kvöld.

„Ég er líka ánægður með þessa nýju menn sem fengu að spila í dag. Það eru margir leikmenn sem eru í byrjunarliðinu hjá okkur allajafna sem spiluðu ekki í dag. Þetta var góður sigur á sterkum andstæðingum á erfiðum útivelli. Þetta er mikil reynsla fyrir þá sem fengu sína eldskírn með aðalliðinu," sagði Heimir.

Varnarmenn Íslendinga áttu virkilega góðan dag náðu að halda Írum alveg niðri.

„Ég man ekki eftir marktækifæri sem þeir sköpuðu sér í þessum leik. Það voru nokkrar fyrirgjafir en við réðum við það. Þetta var algjör vinnu- liðssigur og sigur skipulagsins," sagði Heimir en í miðri vörninni með Ragnari Sigurðssyni var Sverrir Ingi Ingason sem Fótbolti.net valdi mann leiksins og Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn sem varamaður.

„Við vitum hvað þeir geta, bæði Sverrir og Hólmar. Allir miðverðirnir áttu flottan leik í dag og líka, Hörður (Björgvin Magnússon), Ögmundur (Kristinsson) og Birkir Már. Það gleymist alltaf að telja hann upp en það er í raun fáránlegt að hann skuli vera að spila í Svíþjóð," sagði Heimir ennfremur en Birkir Már byrjaði leikinn í hægri bakverðinum eins og í flestum leikjum Íslands undanfarin ár og átti mjög góðan dag. Hann leikur með Hamarby í sænsku deildinni.

Hörður Björgvin Magnússon skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og það mark skildi liðin af.

„Við vitum hvað hann getur sparkað vel og það sama má segja um Aron Sigurðar. Við vissum ekki hvort þeirra ætlaði að taka þetta en vildum bara sjá hann inni."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner