Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. apríl 2016 17:41
Elvar Geir Magnússon
Dele Alli: Mun læra af þessum mistökum
Þriggja leikja bann hans staðfest
Dele Alli hefur átt lúxus tímabil.
Dele Alli hefur átt lúxus tímabil.
Mynd: Getty Images
Dele Alli, miðjumaður Tottenham, segist sjá eftir hegðun sinni í leiknum gegn West Bromwich Albion á mánudag. Alli missti stjórn á skapi sínu og kýldi í maga Claudio Yacob í leiknum.

Þessi ungi leikmaður hafði sólarhring áður verið útnefndur besti ungi leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Dómarinn sá ekki þegar Alli kýldi Yacob en atvikið sást greinilega á myndbandsupptökum og staðfesti enska knattspyrnusambandið í dag að hann færi í þriggja leikja bann.

Alli mótmælti ekki dómi enska sambandsins og spilar hann ekki meira á tímabilinu þar sem Spurs á aðeins þrjá leiki eftir.

„Sleginn yfir því að tímabilinu sé lokið hjá mér," skrifaði Alli á Twitter. „Hefði ekki átt að bregðast við eins og ég gerði. Mun læra af þessu og koma sterkari til baka."

Alli spilar ekki með Tottenham gegn Chelsea á mánudag og missir einnig af leikjum gegn Southampton og Newcastle United. Næst mun hann sjást í eldlínunni með enska landsliðinu sem leikur þrjá vináttulandsleiki fyrir Evrópumótið.




Tottenham er sjö stigum á eftir toppliði Leicester í ensku úrvalsdeildinni þegar þrír leikir eru eftir. Leicester getur innsiglað titilinn með sigri gegn Manchester United á sunnudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner