Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   fös 28. apríl 2017 19:00
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán: Körfuboltaliðið sýnir að allt er hægt
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er að fara að bresta á. Við erum spenntir. Umfangið er mikið meira en við eigum að venjast síðustu ár og við fögnum því bara og tökum því opnum örmum," segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari nýliða Grindavíkur.

Grindavík hefur leik á mánudaginn með leik gegn Stjörnunni. Óli hefur verið í leit að liðsstyrk rétt fyrir mót.

„Við ætlum að reyna að taka inn nokkuð sterkan leikmann og við erum að vanda okkur. Það tekur pínu tíma að fá inn alvöru leikmann en við erum ekkert stressaðir, við erum klárir. Þó hann verði ekki með í fyrsta leik þá viljum við frekar vanda okkur. Við höfum til 15. maí og notum þann tíma mjög vel."

Grindavík hefur verið að glíma við meiðsli í hópnum síðustu vikur en það er farið að horfa til betri vegar.

„Það er gaman að sjá að það er farið að fjölga á æfingum," segir Óli Stefán.

Körfuboltalið Grindavíkur hefur náð mögnuðum árangri í vetur en liðið er á leið í oddaleik gegn KR á sunnudagskvöld. Fyrir tímabilið var liðinu ekki spáð góðu gengi en það er svipað uppi á teningnum með fótboltaliðið nú.

„Körfuboltaliðið er að hita vel upp fyrir okkur. Við fáum þá sjóðheita í stúkuna. Þeir eru að sýna hvað liðsíþrótt getur verið skemmtileg þegar liðsheildin smellur. Þá eru það ekki einstaklingsgæðin sem skipta mestu máli. Þeir sýna að allt er hægt ef menn standa saman og vinna rétt úr spilunum," segir Óli Stefán sem er spenntur fyrir því að mæta Stjörnunni.

„Ánægjulegt að fá Stjörnuna, þeir hafa ofboðslega gott lið með gott teymi og góða stuðningsmenn. Það verður gaman að fá þá í rokið í Grindavík."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner