Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 28. maí 2016 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sakho kominn úr banni - UEFA skoðar málið
Sakho er kominn úr banni
Sakho er kominn úr banni
Mynd: Getty Images
UEFA ætlar ekki að framlengja 30 daga bann yfir Mamadou Sakho, eftir að leikmaðurinn féll á lyfjaprófi.

Sakho féll á lyjfaprófi eftir leik Liverpool og Manchester United í Evrópudeildinni þann 17. mars, en honum verður líklega ekki refsað frekar.

Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan um miðjan apríl og missti meðal annars af leik liðsins gegn Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Talið var að Sak­ho yrði refsað frek­ar og hann myndi fá allt að tveggja ára bann fyr­ir að hafa fallið á lyfja­próf­inu, en UEFA ætlar að skoða málið betur á næstu dögum.

Sakho viðurkenndi að hafa innbyrt brennslutöflur, en hann fullyrti þó að töflurnar væru ekki á bannlista hjá UEFA.

„30 daga banni Sakho lýkur í dag. Formaður stjórnunar-, siðferðis- og aganefndar hefur ákveðið að framlengja það ekki," sagði í yfirlýsingu frá UEFA.

„Leikmaðurinn má spila frá og með morgundeginum, en endanleg ákvörðun mun verða tekin á næstu dögum."
Athugasemdir
banner
banner
banner