Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 28. september 2015 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Markvörður Liverpool rekinn frá Swindon - Borgaði sekt með klinki
Mynd: Heimasíða Liverpool
Lawrence Vigouroux er 21 árs gamall markvörður sem Liverpool lánaði til Swindon Town í ágúst.

Swindon, sem leikur í ensku C-deildinni, hefur ákveðið að rifta lánssamningi markvarðarins vegna hegðunar hans.

Vigouroux átti að öðlast reynslu hjá Swindon en var sektaður um 50 pund, um 10 þúsund krónur, fyrir að mæta of seint á æfingu.

Markvörðurinn fékk tiltal frá Mark Cooper, knattspyrnustjóra Swindon, og nokkrum aðalliðsmönnum en tók ekkert alltof vel í það. Hann mætti á réttum tíma daginn eftir og með 50 pund til að borga sektina, nema að hann hafði farið í banka og fengið pundin í klinki.

Vigouroux mætti þá á æfinguna með nokkra bankapoka fulla af klinki og hefur verið rekinn frá félaginu fyrir vikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner