Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. október 2016 19:00
Arnar Geir Halldórsson
Diomande fer í þriggja leikja bann
Adama Diomande
Adama Diomande
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Adama Diomande mun ekki leika næstu þrjá leiki Hull en hann var dæmdur í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu vegna atviks í bikarleik gegn Bristol City í vikunni.

Atvikið fór framhjá Keith Stroud, dómara leiksins, og fékk Diomande því ekkert spjald fyrir að sparka niður Marlon Pack þegar boltinn var víðs fjarri.

Mike Phelan hafði áður gefið út að félagið hygðist áfrýja leikbanninu en eftir að hafa rætt við Diomande ákvað Hull að hætta við að áfrýja.

Diomande mun missa af leikjum gegn Watford, Southampton og Sunderland en Hull er í vandræðum og situr í þriðja neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner